Mannlegi þátturinn

Einmannaleiki, Covid í dag og börn sem eiga tvö heimili

Það hefur komið fram í fjölmiðlum einmanaleiki algengur meðal eldra fólks á Vesturlöndum og stundum er talað um faraldur. Ásgeir Rúnar Helgason sálfræðingur tekur undir þetta faraldur og segir skilgreining okkar á einsemd hafa engan til deilda með erfiðum tilfinningum. Á vefsíðunni www.lifdununa.is er finna áhugavert viðtal við Ásgeir og hann kkom í þáttinn í dag.

Allt í gegnum Covid faraldurinn fengum við gríðarlega mikið af fréttum honum tengdum, það voru upplýsingafundir á vegum Almannavarna nánast upp á hvern einasta dag þar sem við heyrðum um smittölur, lokanir, samkomutakmarkanir, tveggja metra regluna, grímunotkun, bólusetningar og fleira og fleira. En hefur ekki mikið heyrst í langan tíma, einstaka frétt um fólk enn Covid, sem virðist þó vera talsverður fjöldi, eða hvað? Guðrún Aspelund sóttvarnarlæknir kom í þáttinn í dag og við fengum hana til segja okkur frá því hvernig staðan er í dag. Er Covid bara hægt og rólega deyja út, eða erum við bara ekki lengur móttækileg fyrir fréttum? Er staðan ennþá slæm einhversstaðar í heiminum? Og hvernig er staðan framundan, eru blikur á lofti?

Svo fræddumst við um námskeiðið Þarfir barna á tveimur heimilum sem eitt af námskeiðunum sem Endurmenntun Háskóla Íslands býður upp á. Á námskeiðinu verður fjallað um líðan barna sem búa á tveimur heimilum og álagið sem því fyrirkomulagi getur fylgt. Þau Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir, félagsráðgjafi og Davíð Alexander Östergaard, meistaranemi í foreldrafræðslu og uppeldisráðgjöf, standa námskeiðinu og komu í þáttinn í dag og fóru með okkur yfir það sem hafa ber í huga og hverjar hætturnar og hvar flækjustigin geta verið þegar börn búa á tveimur heimilum.

Tónlist í þættinum í dag:

Við eigum samleið / Elly Vilhjálms og Vilhjálmur Vilhjálmsson (Sigfús Halldórsson og Tómas Guðmundsson)

Green Green / The New Christy Minstrels (B. McGuire & R. Sparks)

I have a dream / Abba (Benny Andersson & Björn Ulvaeus)

Smooth Sailing / Ella Fitzgerald (Arnett Cobb)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

2. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson

Þættir

,