• 00:09:11Halldóra Skúlad. - breytingaskeiðið
  • 00:31:20Guðlaug og Sólrún - meðfæddir ónæmisgallar

Mannlegi þátturinn

Breytingaskeiðið og meðfæddir ónæmisgallar

Í gær var alþjóðlegur dagur breytingaskeiðsins og bók ársins 2023 í Bretlandi er bókin Breytingaskeiðið jákvæður leiðarvísir nýju upphafi. Höfundarnir eru þær Davina McCall og Naomi Potter. Davina er þekkt bresk sjónvarpskona og eldheit talskona aukinnar þjónustu fyrir konur á breytingaskeiðinu. Hún hefur gert tvo sjónvarpsþætti um þetta umfjöllunarefni: Sex, Myths and the Menopause og Sex, Mind and the Menopause. Naomi er með tæplega tveggja áratuga reynslu sem læknir innan breska heilbrigðiskerfisins. Við fengum Halldóru Skúladóttur sjúkraliði í þáttinn í dag, en hún hefur verið ötul talskona allra málefna sem tengjast breytingaskeiðinu hérlendis og hún heldur úti fræðsluvefnum kvennarad.is. Hún er meðlimur í samfélagi heilbrigðisstarfsfólks á heimsvísu sem vinnur því bæta heilsu kvenna á breytingaskeiðinu.

Lind, félag fólks með meðfædda ónæmisgalla / mótefnaskort, stendur fyrir fræðslufundi í dag kl.16:30 á Grand Hótel. Þar verður verða flutt erindi m.a. um helstu skilgreiningar ónæmisgalla og meðferðarúrræði, um það lifa með ónæmisgalla, kynning á starfsemi ónæmisfræðigöngudeildar, pallborðsumræður og fleira. Þær Guðlaug María Bjarnadóttir, formaður Lindar, og Sólrún Melkorka Maggadóttir læknir fræddu okkur um meðfædda ónæmisgalla, félagið og frá því sem verður rætt um á fundinum.

Tónlist í þættinum í dag:

Sunnanvindur / Örvar Kristjánsson og Hjördís Geirs (Pat Ballard og Jón Sigurðsson)

Days of Roses / Thin Jim and the Castaways (Jökull Jörgensen)

Take on me / AHA (Magne Furuholmen, Morten Harket & Paul Waaktaar-Savoy)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

19. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,