Mannlegi þátturinn

Dauðinn, Pabbastrákar og Bílar í lífi þjóðar

Við heyrðum í Birni Þorlákssyni í dag, en út er komin bók eftir hann sem heitir Dauðinn. Í bókinni, sem tók fjögur ár skrifa, fjallar Björn efnislega um dauðann og talar við fólk sem hefur tekist á við feigðina í ýmsum myndum, ræðir við dauðvona fólk og þá sem hafa misst ástvini og fléttar saman við rannsóknir og hugleiðingar. Við töluðum við Björn um bókina í dag.

Svo fengum við pabbastráka í heimsókn, sem sagt þá Helga Grím Hermannsson og Hákon Örn Helgason, en þeir eru höfundar og leikarar í sýningunni Pabbastrákar sem sýnd er í Tjarnarbíói. Sýningin fjallar á kómískan hátt um feðgasambönd og gerist á sólarströndinni Playa Buena á Spáni árið 2007. Þar segjast þeir vera rannsaka sambönd feðga og hvernig kynslóðirnar tjá tilfinningar á mismunandi hátt, en þeir segjast segjast hafa til dæmis sótt innblástur í rómantískar gamanmyndir frá fyrsta áratugi þessarar aldar. Þeir Helgi og Hákon útskýrðu þetta betur fyrir okkur í þættinum.

Strjálbýlt land án lestrarsamgangna varð tileinka sér tækniundur 20.aldarinnar og fátt annað verkfæri hefur átt jafn góða samleið með einstaklingshyggnum Íslendingum en bíllinn, sem tryggði frelsi þeirra til ferðalaga um fagurt landið. Og þegar hann birtist með fjórhjóladrifi opnuðust víðerni hálendisins. Svona skrifar Örn Sigurðsson höfundur bókarinnar Bílar í lífi þjóðar sem var koma út. Við töluðum við Örn í þættinum i dag, en hann er landfræðingur og bílasagnfræðingur og forstöðumaður korta og bílabókadeildar Forlagsins.

Tónlist í þættinum í dag:

Heim í Búðardal / Ðe Lónlí blú bojs (Gunnar Þórðarson og Þorsteinn Eggertsson)

American Pie / Don McLean (Don McLean)

Bíddu pabbi / Vilhjálmur Vilhjálmsson (Peter Callander, Geoff Stevens og Iðunn Steinsdóttir

Bílavísur / Björk Guðmundsdóttir og Tríó Guðmundar Ingólfssonar (Holmes og Jón Sigurðsson)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

18. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,