• 00:07:51Birna María - Kennaradeild HA 30 ára
  • 00:23:09Skúringavinkill - Guðjón Helgi Ólafsson
  • 00:37:23Smári Gunnarsson - lesandi vikunnar

Mannlegi þátturinn

Kennaradeild HA, skúringavinkill og Smári lesandi vikunnar

30 ár eru síðan byrjað var bjóða upp á kennaranám við Háskólann á Akureyri. Deildin hefur stækkað og þróast í takt við tímann og námsframboðið orðið fjölbreyttara. Til segja okkur frá þessum tímamótum og almennt frá starfsemi Kennaradeildar HA kom til okkar Birna María Brattberg Svanbjörnsdóttir deildarforseti Kennaradeildarinnar.

Við fengum vinkil frá Guðjóni Helga Ólafssyni í dag og í þetta sinn ber hann vinkilinn við skúringar og skemmtileg lög.

Lesandi vikunnar í þetta sinn var svo Smári Gunnarsson kvikmyndagerðarmaður, en hann frumsýndi nýlega hjartnæmu heimildarmyndina Heimaleikurinn og hlaut hún áhorfendaverðlaunin á Skjaldborgarhátíðinni og einni áhorfendaverðlaunin á heimilda- og stuttmyndahátíðinni Nordisk Panoraama. En hann sagði okkur í dag frá því hvaða bækur hann hefur verið lesa undanfarið og hvaða bækur og höfundar hafa haft mest áhrif á hann í gegnum tíðina. Smári talaði um eftirfarandi bækur:

Játningar Ágústínusar e. Ágústínus frá Hippó, þýðandi Sigurbjörn Einarsson

Húsið e. Stefán Mána

The Elephant to Hollywood e. Michael Caine

Tár, bros og takkaskór e. Þorgrím Þráinsson

TÓNLIST Í ÞÆTTINUM Í DAG:

Tipp topp / Prins Póló (Svavar Pétur Eysteinsson)

Flikk flakk / Halli og Laddi (Fred Morgan og Þórhallur Sigurðsson)

Tomorrow Never Knows / The Beatles (John Lennon & Paul McCartney)

UMSJÓN: GÍGJA HÓLMGEIRSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

16. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,