Mannlegi þátturinn

Foreldrafærninámskeið, HM í handbolta og Jóhannes Kr. á Heilsuvaktinni

Við fræddumst í dag um foreldrafærninámskeið sem haldið hefur verið í Hafnarfirði í næstum aldafjórðung, frá árinu 2000. Í fyrra sóttu 100 foreldrar námskeiðið þar sem þau kennslu og eru þjálfuð í styðjandi leiðum í uppeldishlutverkinu og læra meðal annars setja börnum sínum skýr mörk á mildan máta. Kolbrún Sigþórsdóttir, verkefnisstjóri PMTO - foreldrafærni í Hafnarfirði, sagði okkur frá þessu námskeiði og þessari PMTO leið í þættinum í dag.

HM í handbolta hefst í dag. Þorkell Sigurbjörnsson kom til okkar í dag ásamt Vigni Stefánssyni, en það muna kannski margir eftir því Vigni var flogið út á miðju EM móti 2022 af því Bjarki Már Elísson fékk Covid. Vignir spilaði í ótrúlegum sigri á móti Frökkum, en fékk svo sjálfur Covid í mælingu eftir leikinn og spilaði ekki meira á mótinu heldur sat í einangrun á hótelherbergi í Búdapest. Vignir er farinn lýsa landsleikjum á RÚV og mun verða áberandi í lýsingum okkar á þessu móti. Þeir fóru með okkur yfir mótið og leiki Íslands í þættinum.

Jóhannes Kr. Kristjánssson, rannsóknar- og heimildamyndagerðarmaður sem stýrir hinu vinsæla hlaðvarpi Á VETTVANGI, greindist með sykursýki tvö þegar hann var í miklum önnum vinna heimildarþættina Storm, sem fjallaði um Covid faraldurinn á Íslandi og áhrif hans á samfélagið. Ótal einkenni voru komin fram sem hann hafði ekki gert sér grein fyrir, eins og tíð þvaglát, fótaóeirð og svitaköst við minnstu áreynslu. Það var ekki fyrr en hann var kominn inn á bráðamóttöku með hjartsláttatruflanir hann greindist með sjúkdóminn og ákvað í kjölfarið taka málin í sínar hendur. Hann tók smá skref í einu, minnkaði matarskammtana og byrjaði hreyfa sig rólega og hefur létt sig um um það bil tuttugu og fimm kíló. Helga Arnardóttir ræddi við Jóhannes á Heilsuvaktinni í dag um það hvernig hann snéri við blaðinu.

Tónlist í þættinum í dag:

Enginn veit / Sigrún Harðardóttir og Oríon (Lennon & McCartney, texti Eysteinn Jónasson)

Blackbird / The Beatles (Lennon & McCartney)

Tico tico / Les Baxter (Les Baxter)

UMSJÓN GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

14. jan. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,