• 00:04:50Einar Þorsteinsson borgarstjóri - lífsgæðakjarnar
  • 00:38:11Eiríkur Bergmann - rannsóknir á samsæriskenningum

Mannlegi þátturinn

Borgarstjóri og lífsgæðakjarnar og rannsóknir á samsæriskenningum

Til stendur byggja á þriðja þúsund íbúðir auk hundruða hjúkrunarrýma á uppbyggingareitum sem hafa verið skilgreindir sem sérstakir „lífsgæðakjarnar” fyrir eldri borgara í Reykjavík. Borgarstjóri skrifaði sl.föstudag undir viljayfirlýsingar um uppbyggingu á fjórum stöðum í borginni þar sem þróuð verður nálgun á húsnæði og þjónustu fyrir fólk á besta aldri. Á teikniborðinu eru allt 2600 nýjar íbúðir auk hjúkrunarrýma og kallað var eftir samstarfsaðilum um þróun og uppbyggingu á lífsgæðakjörnum í maí í fyrra. eru fjögur teymi farin af stað og hafa átt samtöl við félög eldra fólks en einnig sótt sér alþjóðlega ráðgjöf við þróun og útfærslu lífsgæðakjarnana. Einar Þorsteinsson borgarstjóri kom í þáttinn í dag og sagði okkur betur frá þessu og svo notuðum við tækifærið og ræddum við hann um mengunarmál í borginni, almenningssamgöngur og hvernig honum hefur liðið í þessu nýja starfi, en hann tók við embætti borgarstjóra í upphafi árs.

Svo heyrðum við í Eiríki Bergmann, prófessor við félagsvísindadeild Háskólans á Bifröst, en hann tekur þátt í stofna norrænt samstarfsnet um rannsóknir á samsæriskenningum, CONNOR (Nordic Network of Conspiracy Theories Research), sem byggir meðal annars á rannsóknum Eiríks. Auk hans er Hulda Þórisdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild HÍ, í stjórn Íslandsdeildar CONNOR. Á opnunarráðstefnunni komu saman um 50 fræðimenn frá Norðurlöndum og víðar og þar kynnti Eiríkur helstu rannsóknir sínar á vopnvæðingu samsæriskenninga. Eiríkur var á línunni í dag og sagði okkur frekar frá þessu samstarfsneti, hvernig það kom til og hver markmið þess eru.

Tónlist í þættinum í dag:

Lífið er undur / Egill Ólafsson (Egill Ólafsson)

Herbergið mitt / Brimkló (Arnar Sigurbjörnsson, texti Vilhjálmur frá Skáholti)

UMSJÓN GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR

Frumflutt

30. maí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

(Aftur í kvöld)

Þættir

,