Mannlegi þátturinn

Ofbeldismenn, Tjútt og gigtardagurinn

Ofbeldismenn á Íslandi verða til umræðu á ráðstefnu á vegum Stígamóta sem fer fram í dag á Hótel Hilton. Þar verður leitast við svara spurningunum: Hverjir beita ofbeldi og af hverju? Hvernig er hægt aðstoða menn við hætta beita ofbeldi? Og hvað er það í samfélaginu og menningunni sem viðheldur ofbeldi? Þær Drífa Snædal, talskona Stígamóta og Anna Þóra Kristinsdóttir ráðgjafi hjá Stígamótum komu í þáttinn í dag og sögðu frá því sem verður rætt á ráðstefnunni.

Tjútt eru nýir sjónvarpsþættir sem hefja göngu sína 29.október næstkomandi. Í þáttunum ætla Andri Freyr Viðarsson og Dóra Takefusa, ásamt Kristófer Dignus, fara yfir 50 ára skemmtistaða- og djammmenningu Reykjavíkur, allt frá því Glaumbær brann til dagsins í dag. Þau til sín fjölbreyttan hóp viðmælanda sem tengjast næturlífinu á einn eða annan hátt og rifja upp skemmtilegar staðreyndir, sögur og minningar. Andri Freyr kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá þessum nýju þáttum.

Alþjóðlegi gigtardagurinn er í dag. Tilgangur dagsins er vekja athygli á fjölbreytni og alvarleika gigtarsjúkdóma sem eru yfir 200 talsins og talið einn af hverjum fimm geti þurft glíma við gigt einhvern tímann yfir ævina. Dóra Ingvadóttir formaður Gigtarfélags Íslands kom í þáttinn í dag og sagði okkur frá þessum sjúkdómum og afleiðingum þeirra á daglegt líf ásamt því fara yfir helstu verkefni félagsins.

Tónlist í þættinum í dag:

Einsemd / Snorri Helgason (Snorri Helgason og Guðmundur Óskar Guðmundsson)

Girl From Before / Blood Harmony (Örn Eldjárn Kristjánsson)

Í Reykjavíkurborg / Þú og ég ( Jóhann Helgason)

Ég veit þú kemur / Ellý Vilhjálms (Oddgeir Kristjánsson og Ási Í Bæ)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON

Frumflutt

12. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,