• 00:02:39Stýrivextir og Hagsmunasamtök heimilanna
  • 00:24:58Er hægt að fyrirbyggja slys á rafskútum?
  • 00:38:51Dýraspjall - geitungar

Samfélagið

Stýrivextir, rafskútuslys og geitungar

Stýrivextir voru í vikunni hækkaðir í fjórtánda skipti í röð og fólk er farið finna fyrir háu vaxtastigi og verðbólgu. Við ræðum við Kristínu Eir Helgadóttur ráðgjafa hjá Hagsmunasamtökum heimilanna, sem í ár hefur aðstoðað áttatíu manns í skuldavanda og horfir sjálf á afborganirnar af húsnæðisláninu hækka og hækka.

Frásögn konu á Akureyri sem lenti í slysi á rafhlaupahjóli undir áhrifum áfengis hefur vakið nokkra athygli. Konan sagði frá slysinu á Facebook og þar kom fram hún reyndist höfuðkúpubrotin, kinnbeinsbrotin og kjálkabrotin eftir skoðun á sjúkrahúsi. Hún sagðist skammast sín fyrir hafa tekið þessa ákvörðun og vonast til enginn þurfi lenda í því sama. En er eitthvað hægt gera til koma í veg fyrir fólk geti leigt sér slík hjól undir áhrifum? Eða takmarka virkni hjólanna þannig minni líkur séu á alvarlegum slysum? Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir framkvæmdastjóri Hopp ætlar ræða það við okkur á eftir.

Svo fáum við dýraspjall í lok þáttar. Á þessum árstíma verða geitungar oft ágengari en hvers vegna? Og hafa þeir einhvern tilgang í vistkerfinu? Ragnhildur Guðmundsdóttir, líffræðingur og sérfræðingur hjá Náttúruminjasafni Íslands ræðir við okkur um þá.

Frumflutt

25. ágúst 2023

Aðgengilegt til

25. ágúst 2024
Samfélagið

Samfélagið

Með Kvosarskipulaginu í miðborg Reykjavíkur breyttist ýmislegt, allt í einu voru komin borð og stólar utandyra við veitingastaði, og gestir gátu notið sólar og útiveru. Laugavegur er mestu göngugata og veitingastaðir hafa sett húsgögn útfyrir. Lögreglan hefur undanfarna viku verið reka gesti inn, vegna þess margir staðanna hafa ekki tilskilinn leyfi. Hvimleitt og erfitt því rekstur margra staðanna er á nippinu eftir covid. Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði

Samfélagið heldur áfram fjalla um máva í Garðabænum - Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðingur spjallar við Arnhildi um Sílamáfinn sem er um margt forvitnilegur, samlíf manna og máfa, hvers konar ráð duga helst gegn ágengum máfum og hvernig máfurinn var hrakinn af Keflavíkurflugvelli á sínum tíma.

Við ætlum einnig kynna okkur sjálfbær fjármál og hvernig þau passa inn í myndina um sjálfbæra framtíð og sjálfbær samfélög. Öll þessi sjálfbærni kostar jú. Bjarni Herrera, sérfræðingur í sjálfbærni og sjálfbærum fjármálum, sem gaf nýverið út bók um þessi efnistök.

Þættir

,