Samfélagið

Saga pillunnar, ruslamenning og eldur í rafhjólum

VIð kynnum okkur sögu getnaðarvarnarpillunnar á Íslandi. saga er stórmerkileg en hefur lítið verið rannsökuð fyrr en nýlega. Sagnfræðingurinn Ása Ester Sigurðardóttir gerði meistararannsókn sína um pilluna og á dögunum kom út grein eftir hana í Sögu, tímariti Sögufélagsins. Hún segir okkur frá áhrifum pillunnar á líf íslenskra kvenna, eftir hún kom fyrst á markað í upphafi sjöunda áratugarins.

Og svo er það ruslið. Það er um allt og verður sífellt meira. Við ætlum kynna okkur ruslmenningu þjóðarinnar í sögulegu samhengi. Ágústa Edwald Maxwell fornleifafræðingur hefur rannsakað rusl og meðal annars grafið upp gamla ruslahauga.

Síðastliðinn sólarhring hefur slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu í tvígang verið kallað út vegna elds í rafhlaupahjóli. Þetta er vaxandi vandamál víða um heim og tengist ekki bara rafhjólum heldur ótal hlutum sem fólk notar dagsdaglega og innihalda lithíum-rafhlöður. Einar Bergmann Sveinsson, fagstjóri forvarnarsviðs Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, kemur til okkar.

Frumflutt

7. sept. 2023

Aðgengilegt til

7. sept. 2024
Samfélagið

Samfélagið

Með Kvosarskipulaginu í miðborg Reykjavíkur breyttist ýmislegt, allt í einu voru komin borð og stólar utandyra við veitingastaði, og gestir gátu notið sólar og útiveru. Laugavegur er mestu göngugata og veitingastaðir hafa sett húsgögn útfyrir. Lögreglan hefur undanfarna viku verið reka gesti inn, vegna þess margir staðanna hafa ekki tilskilinn leyfi. Hvimleitt og erfitt því rekstur margra staðanna er á nippinu eftir covid. Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði

Samfélagið heldur áfram fjalla um máva í Garðabænum - Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðingur spjallar við Arnhildi um Sílamáfinn sem er um margt forvitnilegur, samlíf manna og máfa, hvers konar ráð duga helst gegn ágengum máfum og hvernig máfurinn var hrakinn af Keflavíkurflugvelli á sínum tíma.

Við ætlum einnig kynna okkur sjálfbær fjármál og hvernig þau passa inn í myndina um sjálfbæra framtíð og sjálfbær samfélög. Öll þessi sjálfbærni kostar jú. Bjarni Herrera, sérfræðingur í sjálfbærni og sjálfbærum fjármálum, sem gaf nýverið út bók um þessi efnistök.

Þættir

,