• 00:00:51Flóttamenn á Íslandi
  • 00:10:42Einelti í skólum - ungmenni tjá sig
  • 00:16:42Kirkjufell
  • 00:22:22Skrekkur

Kastljós

Flóttamenn á Íslandi, einelti í skólum, Kirkjufell, Skrekkur

Stjórna tilfinningar fremur en staðreyndir umræðunni um flóttafólk á Íslandi? Þetta var á meðal þess sem rætt var á málþingi í Háskóla Íslands í dag undir yfirskriftinni Er Ísland drukkna í flóttamönnum? Kári Hólmar Ragnarsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands fór yfir löggjöfina á Íslandi í samanburði við önnur lönd.

Einelti og ofbeldi meðal ungmenna hefur verið ofarlega á baugi í samfélagsumræðunni undanförnu. Í Varmárskóla er unnið verkefni í samstarfi við Fjölbrautaskólann í Mosfellsbæ þar sem framhaldsskólanemar leiða vinnustofur um einelti með nemendum í 5. og 6. bekk. Markmiðið er þau til skilgreina einelti, ræða viðbrögð og hvað hægt gera til koma í veg fyrir það.

Kirkjufell í Grundarfirði er einn vinsælasti áfangastaður erlendra ferðamanna á hér á landi. En eftir þrjú banaslys á undanförnum fjórum árum hafa landeigendur hins vegar ákveðið banna göngur á fjallið vetrarlagi, frá og með deginum í dag. Rætt var við Jóhannes Þorvarðarson, einn landeiganda.

Undanúrslit Skrekks, hæfileikakeppni grunnskólanema í Reykjavík fara fram í þessari viku en úrslitin verða næstkomandi mánudag og verður hægt fylgjast með þeim í beinni útsendingu á vef RÚV. Í kvöld verður hins vegar sýnd heimildamynd um þátttöku Laugalækjarskóla í Skrekk í fyrra sem var unnin af fjórum vinum sem tóku þátt.

Frumsýnt

8. nóv. 2022

Aðgengilegt til

1. jan. 2025
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Þættir

,