Kastljós

Jarðhræringar, kosningar á Austurlandi, gömul húsgögn, vindharpa.

Skjálfti sem var 4,8 af stærð á laugardag minnti okkur rækilega á undir yfirborðinu á Reykjanesi er allt ennþá á fleygiferð og spurningin sem er á allra vörum er hvort búast megi við gosi. Halldór Geirsson, dósent við jarðvísindasvið Háskóla Íslands, fór yfir stöðuna.

Hver voru helstu tíðindin í sveitastjórnarkosningunum á Austurlandi um helgina og lesa eitthvað í hinar pólitísku línur? Gunnar Gunnarsson, ritstjóri Austurgluggans og Austurfrétta, sat fyrir svörum.

Söguarfleifð íslensks húsgagnasmiðs og umhverfisvænar lausnir voru efst í huga ríkissáttasemjara þegar hann ákvað færa skrifstofuna í Borgartúni í nýtt horf. prýðir skrifstofuna fjöldi húsgagna sem eru allt 80 ára gömul. Chanel Björk leit við og fékk sjá þessi nýuppgerðu gömlu húsgögn.

Fagrir tónar hvína um hafnarsvæðið og Hörpu þessa dagana því þar var nýverið afhjúpað listaverkið Himinglæva eftir Elínu Hansdóttur. Verkið er allt í senn, skúlptúr, hljóðfæri og leiktæki.

Frumsýnt

17. maí 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Þættir

,