• 00:00:19Ummæli Sigurðs Inga
  • 00:12:43Rætt við börn um stríð
  • 00:18:57Stöðufundur listamanna

Kastljós

Ummæli Sigurðar Inga, börn frædd um stríð og Stöðufundur

VIð ræðum um málið sem samfélagsumræðan hefur hverfst um síðustu daga, rasísk ummæli Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins og innviðaráðherra. Ummælin lét hann falla í boði Framsóknarflokksins í tengslum við Búnaðarþing á fimmtudag í garð Vigdíar Häsler, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. Viðmælendur eru Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, og Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar.

Innrás Rússa í Úkraínu hefur vakið upp erfiðar og krefjandi spurningar hjá börnum sem upplýsingar um strípðið í fjölmiðlum, úr samfélagsmiðlum, frá vinum og í skólanum. En hvernig eiga foreldrar tala við börnin sín um þetta viðkvæma málefni. Við ræddum við fjórar níu ára vinkonur um hvað veldur þeim helst áhyggjum í tengslum við Úkraínustríðið og einnig við Baldvin Loga Einarsson sálfræðing og spurðum hann fyrst hvernig foreldrar geta rætt börn um stríð án þess valda þeim meiri kvíða.

Fimm rithöfundar og Fimm listamenn sameina krafta sína á sýningunni Stöðufundur í Gerðarsafni, þar sem ólíkar raddir tala saman í myndum og texta.

Guðrún Sóley leit við í Gerðarsafni.

Frumsýnt

5. apríl 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Þættir

,