Kastljós

Einelti í grunnskólum, svefnvélar, Venjulegt fólk, JóiP x Króli

Tölur um einelti sem teknar eru úr Skólapúlsinum benda til þess það hafi aukist mikið hjá grunnskólanemum á undanförnum árum. Fjölgunin verður á sama tíma og nýir samfélagsmiðlar á borð við Snapchat og Tiktok riðja sér til rúms. Kristján Ketill Stefánsson, lektor við fór yfir tölurnar.

Fyrirframgefnar hugmyndir margra um kæfisvefn koma í veg fyrir fólk leiti til sérfræðinga til greiningu og meðferð þó svo greiningum hafi fjölgað verulega Framfarir í þróun svefnvéla gera það verkum 85 prósent þeirra sem hefja meðferð með þeim halda því áfram því heilsa og lífsgæði batna verulega.

5. sería af þáttaröðinni Venjulegt fólk er komin í loftið hjá Sjónvarpi Símans en hún hefur notið mikilla vinsælda. Teymið á bak við þættina er þó ekki baki dottið og í undirbúningi er sérstakur jólaþáttur og kvikmynd. Rætt var við leikstjórann og handritshöfunda.

Á laugardag stígur tvíeykið Jói og Króli á svið í Hofi með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Kastljós ræddi við þá og tónskáldið og hljómsveitarstjórann Þórð Magnússon.

Frumsýnt

27. okt. 2022

Aðgengilegt til

1. jan. 2025
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Þættir

,