Kastljós

Skjálfti, Unicef, Toymachine snýr aftur

Söfnunarútsending Unicef verður í beinni útsendingu annað kvöld en þar munu landsþekktir skemmtikraftar koma fram auk þess sem vakin verður athygli á aðstæðum barna í stríði. Markmið útsendingarinnar er fjölga heimsforeldrum Unicef. Kastljós leit við á æfingu fyrir stóra kvöldið.

Kvikmyndin Skjálfti var frumsýnd hér á landi á fimmtudaginn. Myndin, sem er í leikstjórn Tinnu Hrafnsdóttur, snertir á leyndarmál fjölskyldu og þöggun.

Hljómsveitin Toymachine var á góðri leið með meika það fyrir aldamót þegar allt sprakk í loft upp og liðsmenn héldu hver í sína átt. Baldvin Z trommari varð leikstjóri og Jenni söngvari gekk í Brain Police. Mörgum árum síðar tókst þeim lappa upp á sambandið og meira segja gefa út plötu, sem þeir fagna með útgáfutónleikum á Akureyri og í Reykjavík um helgina. Óðinn Svan Óðinsson leit á æfingu fyrir norðan.

Frumsýnt

1. apríl 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Þættir

,