Kastljós

Sveitastjórnarkosningar og Eurovision

Samgöngumál, atvinnumál, málefni leik- og grunnskóla og skipulagsmál eru þeir málaflokkar sem fólk segir skipta mestu máli í kosningunum sem fara fram í öllum 64 sveitarfélögum landsins þann 14. maí næstkomandi. Kastljós mun fram kosningum fjalla um helstu málaflokkana og við hefjum þá yfirferð í dag þegar teiknum upp helstu verkefni sveitarfélaganna, kostnað við þau og einnig hve stór hluti launa fólks fer í hvaða málaflokk. En við byrjuðum á spyrja kjósendur hvaða málefni skipta mestu máli fyrir kosningarnar í vor.

Það verður ekki bara kosið til sveitastjórna 14. maí því sama kvöld fer Eurovision keppnin fram. Dagskráin hjá íslenska hópnum er þétt þessa dagana en við fengum Björgu Magnúsdóttur til færa okkur nýjustu tíðindin úr Eurovisionheiminum í Tórínó á Ítalíu.

Frumsýnt

3. maí 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Þættir

,