• 00:00:20Lesskilningur
  • 00:10:17Fæðingarheimili Reykjavíkur opnað á ný
  • 00:18:06Orkuskiptin

Kastljós

Lestrarkennsla, fæðingarheimili, upplýsingavefur um orkuskipti

Ilmur Kristjánsdóttir leikkona birti í fyrradag færslu á Facebook þar sem hún gagnrýndi ofuráherslu á leshraða fremur en lesskilning í lestrarkennslu. Óhætt er segja færslan hafi vakið mikla athygli og margir foreldrar tekið undir með henni. Hermundur Sigmundsson er prófessor við norska tækni- og vísindaháskólann í Þrándheimi og við rannsóknarsetrið Menntun og hugarfar við Háskóla Íslands. Hann er einn af þeim sem standa þróunar- og rannsóknarverkefnin Kveikjum neistann í Grunnskólanum í Vestmannaeyjum og vill innleiðar aðrar áherslur í kennslu. Hermundur ræddi við Kastljós.

Fæðingarheimili Reykjavíkur hefur verið opnað á en ljósmæðurnar sem standa Fæðingarheimilinu vilja meðal annars bæta fæðingarþjónustu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Kastljós fór í heimsókn.

Nýr upplýsingavefur - orkuskipti.is - var opnaður í dag en á honum finna upplýsingar um orkunotkun, orkuskipti og efnahagslegan ávinning Íslands af orkuskiptum. Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs hjá Samtökum iðnaðarins, sem stendur vefnum ásamt Landsvirkjun, Samorku og Eflu, fór yfir vefinn.

Frumsýnt

18. okt. 2022

Aðgengilegt til

1. jan. 2025
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Þættir

,