• 00:00:19Hormónameðferðir transbarna
  • 00:13:54Bók fjallar um aðstæður flóttamanni í Grikklandi
  • 00:20:07Textílmiðstöðin á Blönduósi

Kastljós

Hormónameðferðir transbarna, flóttamenn í Grikklandi, Textíllab

Heilbrigðisþjónusta transbarna hefur verið í brennidepli eftir umfjöllun Stundarinnar fyrir helgi um vísindagrundvöll skorti fyrir hormónameðferðum sem m.a. Landspítalinn veitir börnum með kynama. Haft var eftir Birni Hjálmarssyni, sem er nýtekinn við sem yfirmaður transtreymis BUGL beðið væri eftir "gagnreyndum rannsóknarniðurstöðum um þennan viðkvæma hóp" og dag værum við öll í myrkri aktívisma og fákunnáttu." Björn gaf í kjölfarið út yfirlýsingu þar sem hann sagðist ekki efast um vísindalegar forsendur meðferðarinnar og baðst afsökunar á orðum sínum. Ragnar Grímur Bjarnason, yfirlæknir á Barnaspítala Hringsins og sérfræðingur í innkirtlum barna og ungmenna, og Ugla Stefanía Kristjöndudóttir Jónsdóttir, kynjafræðingur og sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks, ræddu málið.

Aðstæður flóttamanna í Grikklandi eru afar slæmar og langt í frá þeir njóti sömu þjónustu og innfæddir Grikkir. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri bók sem fjallar um aðstæður flóttamanna þar í landi. Annar höfundanna var sjálfur flóttamaður á Grikklandi en er staddur hér á landi.

Hefðbundið handverk mætir fjórðu iðnbyltingunni í Textílmiðstöðinni á Blönduósi, þar sem fyrsta stafræna textílsmiðja landsins er starfrækt. Kastljós leit við og kynnti sér starfsemi TextílLab, þar sem verið er byggja brú milli hefðbundins og stafræns textíls.

Frumsýnt

30. maí 2022

Aðgengilegt til

1. jan. 2025
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Þættir

,