• 00:00:20Fylgdarlaus börn frá Úkraínu
  • 00:09:02Aukinn einmanaleiki
  • 00:17:30Berdreymi

Kastljós

Flóttafólk, einmannaleiki, kvikmyndin Berdreymi

Í gær bárust fréttir af því systur frá Úkraínu hefðu þurft flytja fimm sinnum á rúmri viku frá því þær komu til landsins og vitað er um þó nokkur börn sem hingað hafa komið án forráðamanna. Kastljós ræddi þessi mál við Gylfa Þór Þorsteinsson sem hefur umsjón með móttöku flóttafólks frá Úkraínu.

Aukinn hraði í samfélaginu og meiri ítök tækninnar í daglegu lífi eru talin hafa aukið einmanaleika meðal fólks. Í sumum löndum hefur verið talað um faraldur einmanaleika ? og það raunar áður en kórónuveiran skall á. Á Íslandi greina fleiri frá einmanaleika en fyrir faraldur. Sigríður Halldórsdóttir ræddi við Dóru Guðrúnu Guðmundsdóttur, sviðsstjóra á lýðheilsusviði hjá Embætti landlæknis.

Eitruð karlmennska, vinátta og treysta á innsæið eru rauðir þræðir í nýjustu mynd Guðmundar Arnars Guðmundssonar, Berdreymi, sem var frumsýnd hérlendis á föstudaginn. Chanel Björk ræddi við Guðmund og ungu aðalleikarana fjóra í Berdreymi.

Frumsýnt

25. apríl 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Þættir

,