• 00:00:23Google Translate virðist einkennast af kynjahalla
  • 00:11:23Spor og þræðir

Kastljós

Kynjahalli í vélþýðingum og sýningin Spor og þræðir

Kynjahalli í vélþýðingum hefur verið til umræðu síðustu daga eftir skjáskot úr fræðigrein fór í dreifingu á samfélagsmiðlum. Í skjáskotinu mátti sjá hvernig þýðingarvél Google þýðir jákvæð lýsingarorð í karlkyni, svo sem ég er sterkur, en orð með neikvæða merkingu kvenkynsþýðingu, svo sem ég er veik. Agnes Sólmundsdóttir, sem er ein þeirra sem skrifaði greinina og vann rannsóknina á vélþýðingunum og Vilhjálmur Þorsteinsson, stofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins Miðeindar, sem vinnur máltækni og gervigreind fyrir íslensku, ræða þetta.

Frjálst flæði, ádeiluskilaboð og blómabeð eru meðal þess sem hægt er tjá með nál og tvinna. Það sést skýrt á sýningunni Spor og þræðir á Kjarvalsstöðum og er hluti Listahátíðar í Reykjavík

Frumsýnt

9. júní 2022

Aðgengilegt til

1. jan. 2025
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Þættir

,