• 00:00:52Lenya Rún Taha Karim í Kastljósi
  • 00:05:02Viðtal: Zahra Mesbah
  • 00:09:47Ný verk í Borgarleikhúsinu

Kastljós

Mótmæli í Íran, tvær frumsýningar í Borgarleikhúsinu

Tugir mótmælenda hafa verið myrtir í Íran undanfarna 11 daga. Hörð mótmæli hafa breiðst út eftir ung kona lést í haldi siðgæðislögreglunnar fyrir bera höfuðslæðu, eða hijab, á ótilhlýðilegan hátt. Engin lát virðast vera á mótmælunum og óttast er stjórnvöld bregðist enn harðar við á næstu dögum. Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, er nýkomin frá Kúrdistan þar sem hún fylgdist með atburðum, og kom í Kastljós. Einnig var rætt við Zöhru Mesbah, afgangska konu sem bjó lengi í Íran og kom til Íslands sem flóttamaður fyrir átta árum. Sjálf kýs hún bera slæðu en segir mótmælin ekki snúast um slæður sem slíkar heldur sjálfsákvörðunarrétt kvenna.

Tvær leiksýningar voru frumsýndar í Borgarleikhúsinu á dögunum: einleikurinn Á eigin vegum sem byggir á samnefndri bók Kristínar Steinsdóttur, og franski gamanleikurinn Bara smástund. Kastljós leit við á æfingu.

Frumsýnt

27. sept. 2022

Aðgengilegt til

1. jan. 2025
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Þættir

,