• 00:00:33Stjórnendum Landspítalans sagt upp
  • 00:12:26Elon Musk eignast Twitter
  • 00:20:12Sögur að austan í Helsinki

Kastljós

Skipulagsbreytingar á LSH, Musk og Twitter, Magnús Logi í Finnlandi

Sextán millistjórnendum á Landspítalanum var sagt upp í gær. Uppsagnirnar eru liður í skipulagsbreytingum á spítalanum sem taka gildi um áramót. Hvað þýðir þetta fyrir spítalann, starfsfólk hans og síðast en ekki síst notendur þjónustunnar? Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, var gestur Kastljóss.

Elon Musk, einn ríkasti og jafnframt umdeildasti maður heims, eignaðist samfélagsmiðlinnTwitter fullu fyrir helgi. Musk hefur lengi lýst andúð sinni á ritstjórnarstefnu Twitter, sem meðal annars rak Donald Trump af miðlinum. Margir óttast Twitter Twitter geti breyst í gróðrastíu hatursáróðurs og samsæriskenninga. Guðmundur Jóhannsson, samskiptafulltrúi Símans og tæknisérfræðingur, fór yfir málið.

Myndlistarmaðurinn Magnús Logi Kristinsson segir sögur í sínum verkum sem sumar gerast á Íslandi en aðrar í Finnlandi þar sem hann hefur búið og starfað um árabil. Magnús opnaði um helgina sýningu í íslenska sendiherrabústaðnum í Helsinki, þar sem hann sýndi verk sem eiga rætur rekja til Borgarfjarðar eystri.

Frumsýnt

1. nóv. 2022

Aðgengilegt til

1. jan. 2025
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Þættir

,