Kastljós

Parkódín, Björn Ingi í Úkraínu, Jöklavefsjá og brellumeistarar

COVID-smituðum er tímabundið heimilt kaupa parkódín án lyfseðils í apóteki. Lyfjastofnun veitti undanþágu í mánuð beiðni heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vegna mikils álags á heilbrigðiskerfið en covid hefur verið ávísað sem verkjalyf og til draga úr hósta. Hjalti Már Björnsson bráðalæknir kemur til okkar.

Við ræðum við Björn Inga Hrafnsson sem er kominn til Úkraínu til flytja fréttir af stríðinu sem þar geysar. Hann segist lítið geta gefið upp um plönin næstu daga því honum hafi verið ráðlagt af öryggisástæðum gera það ekki.

Í kvöld kynnumst við íslenskum brellumeisturum sem hanna myndheim fyrir Netflix, Apple TV og fleiri. Við tölum við Matthías Bjarnason, yfirumsjónarmann myndvinnslu.

Svo lærum við á spánnýja jöklavefsjá sem var sett í loftið til mennta almenning í jöklafræðum og -fróðleik. Hrafnhildur Hannesdóttir jöklafræðingur, Andri Gunnarsson, formaður Jöklarannsóknafélagsins og Tómas Jóhannesson, jöklafræðingur og verkefnisstjóri Jöklavefsjárinnar, ræða við okkur.

Frumsýnt

24. mars 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Þættir

,