• 00:00:18Heilbrigðisþjónusta á landsbyggðinni
  • 00:14:18Finnbogi ræðir við forsætisráðherra
  • 00:19:48How to make love to a man

Kastljós

Heilbrigðisþjónusta á landsbyggðinni, dagur fólks með downs-heilkennið

Heilbrigðisþjónusta á landsbyggðinni er enn og aftur til umræðu eftir skelfilegar fréttir af barni sem lést á Þórshöfn í byrjun mars, en foreldrar þess stigu fram í fréttum Stöðvar 2 í gær og sögðu heilbrigðiskerfið hafa brugðist þeim. Þingkonurnar Líneik Anna Sævarsdóttir og Halldóra Mogensen sem báðar sitja í velferðarnefnd ræddu um úrbætur heilbrigðisþjónustu í dreifðari byggðum.

Í dag er alþjóðlegur dagur fólks með downs heilkennið og af því tilefni fengum við sérstakan liðsauka í þætti kvöldsins. Finnbogi Örn Rúnarsson heldur úti Facebook og Instagram aðgangi sem heitir fréttir með Finnboga og þegar við spurðum hann hvort hann vildi taka viðtal fyrir Kastljós sagðist hann vilja ræða við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um stuðning íslenskra stjórnvalda við fötluð börn í Úkraínu. Það er okkur sannur heiður á þessum degi sýna viðtalið sem Finnbogi tók fyrr í dag.

Hvernig er hægt elska sjálfan sig þrátt fyrir eitur, bresti og brothætta hegðun? Sviðslistahópurinn Toxic kings leitar svara við því í nýju verki sem nefnist How to make love to a man í tilraunarými Borgarleikhússins, Umbúðalaust.

Frumsýnt

21. mars 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Þættir

,