• 00:00:18Breytingar á mataræði Íslendinga
  • 00:11:22Nýsköpunarvikan
  • 00:18:23Vorsýning myndlistarskólans

Kastljós

Mataræði Íslendinga, Nýsköpunarvika, Myndlistarskólinn í Reykjavík

Mataræði Íslendinga hefur gjörbreyst. Fyrir nokkrum áratugum borðuðu Íslendingar þjóða mest af fiski, en er staðan vegna þess hversu lítil fisk- og mjólkurneysla er, t.d. 80% íslenskra kvenna ekki nægilegt magn af joði. Og það er nokkuð sem næringarfræðingar hafa áhyggjur af, því það getur haft áhrif á þroska barna í móðurkviði. Kastljós skoðaði breytingar á mataræði Íslendinga í áranna rás.

Umhverfisvænar lausnir og samfélagsleg ábyrgð eru í brennidepli á nýsköpunarvikunni sem stendur yfir. Við kynntum okkur hvað er um vera á hátíðinni í ár en yfir 70 nýsköpunartengdir viðburðir eru á dagskránni víðsvegar um Reykjavík.

Vorsýning Myndlistarskólans í Reykjavík var haldin um síðustu helgi en þar sýndu 110 nemendur við skólann verk sín. Við litum við á sýningunni.

Frumsýnt

19. maí 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Þættir

,