Kastljós

Brynjólfur kveður Brynju, kóratónleikar og helgardagskráin

Hin ríflega aldargamla verslun Brynja var sett á sölu um daginn og óvíssa ríkir um framtíð hennar. Rætt er við Brynjólf H. Björnsson kaupmann á þessum tímamótum. Tvennir kórtónleikar, báðir stórir í sniðum en þó gjörólíkir, verða haldnir í Reykjavík á næstu dögum. Annars vegar verða 35 tónverk Sigurbjörns Þorkelssonar flutt í Laugarneskirkju undir stjórn Braga Þórs Valssonar og hins vegar flytur kvennakórinn Katla fjölbreytt verk í Tjarnarbíói í tilefni af 10 ára afmæli kórsins. Rætt var við kórstjórana þrjá á æfingum. Helgardagskráin reifuð en þar kennir ýmissa grasa.

Frumsýnt

20. maí 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Þættir

,