Kastljós

Deilur í Eflingu, flótti frá Úkraínu, Hetja, Umskiptingur

Miklar deilur hafa staðið yfir í Eflingu undanfarna mánuði. Sólveig Anna Jónsdóttir sem var endurkjörin formaður Eflingar fyrir skömmu segir hópuppsögn allra starfsmanna á skrifstofu Eflingar hafi verið óhjákvæmileg. Sólveig gaf ekki kost á viðtali og hvorki formaður VR formaður Starfsgreinasambandsins hafa svarað skilaboðum í dag. Rætt var við Þórarinn G Sverrisson formann Öldunnar stéttarfélags.

Olena Korsjúkova flúði ásamt dætrum sínum frá Úkraínu þegar Rússar réðust inn í landið. Þær komust til Íslands fyrir mánuði eftir mikla og erfiða hrakninga um Evrópu. Olena reynir koma sér fyrir á Íslandi en hefur áhyggjur af eiginmanni sínum og foreldrum sem urðu eftir í Kiyv. Bergsteinn hitti mæðgurnar í gær.

Heilgrímuleikurinn Hetja er sýndur í Tjarnarbíó en hún er eins konar óður til heilbrigðisstarfsfólks sem hafa staðið í eldlínunni síðastliðin ár. Bergsteinn kynnti sér sýninguna.

Fjölmargar barnasýningar eru á fjölum leikhúsanna. Ein þeirra er Umskiptingur sem sýnd er á lita sviði Þjóðleikhússins.

Frumsýnt

12. apríl 2022

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Þættir

,