• 00:00:24Sjúkrasaga á Spáni
  • 00:07:22Viðbrögð fyrirtækja við kynferðislegri áreitni
  • 00:14:15Íbúar í Vík tvöfaldast

Kastljós

Fastur á sjúkrahúsi á Spáni, áreitni á vinnustað, uppgangur á Vík

Gísli Finnsson hefur verið fastur á sjúkrahúsi í Torrevieja í rúmlega mánuð. Ættingjar Gísla höfðu upp á honum eftir langa leit en þá hafði hann legið í dái á sjúkrahúsi í viku með mikinn heilaskaða. Sjúkratryggingar Íslands vilja ekki borga fyrir flutning hans til Íslands og ættingjar hans leita leiða til koma honum heim. Baldur Brynjar Þórisson, mágur Gísla, er úti í Torrevieja. Kastljós ræddi við hann.

Hvernig eiga fyrirtæki og stofnanir bregðast við þegar upp koma mál sem tengjast kynferðislegri áreitni? Dagný Aradóttir Pind, lögfræðingur BSRB, ræddi um mikilvægi þess hafa skýra ferla og ábyrgð á málinu væri ekki velt yfir á þolendur.

Fáir ef nokkrir bæir á Íslandi hafa tekið jafn miklum breytingum vegna uppgangsins í ferðaþjónustu og Vík í Mýrdal. Á síðastliðnum áratug hefur íbúafjöldinn tvöfaldast og um helmingur bæjarbúa er af erlendu bergi brotinn. Eftir kosningar var sérstakt enskumælandi ráð sett á laggirnar í Mýrdalshreppi, sitt fyrsta sinnar tegundar. Kastljós leit við í Vík.

Frumsýnt

3. okt. 2022

Aðgengilegt til

1. jan. 2025
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Þættir

,