• 00:00:44Rússneskir flóttamen
  • 00:07:35Útlendingalög
  • 00:18:22Skeggi

Kastljós

Rússneskir flóttamenn, útlendingalög, Skeggi

Rússnesk hjón sem hafa mótmælt stríðinu gegn Úkraínu ekki pólitískt hæli á Íslandi, þrátt fyrir mikil tengsl við landið. Þau hafa komið hingað með ferðamenn frá árinu 2018 og höfðu þegar fengið atvinnutilboð. Kærunefnd útlendingamála félst ekki á um sérstök tengsl við Ísland væri ræða en sagði þó í úrskurði sínum lögin væru ekki nægilega skýr. Við settumst niður með Antoni og Viktoríu sem öllu óbreyttu verða send úr landi innan tveggja vikna.

Málefni flóttamanna hafa verið í brennidepli eftir lögregla flutti 15 hælisleitendur úr landi af nokkru harðfylgi, þar á meðal fimm manna íraska fjölskyldu. Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, sitja báðar í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sem er með útlendingamál á sinni könnu. Þær voru gestir Kastljóss.

Skeggi Ásbjarnason var virtur kennari við Lauganesskóla frá fimmta áratugnum og langt fram á þann áttunda, auk þess sjá um barnatíma í úvarpi á RÚV. Hann er sakaður um hafa brotið kynferðislega á fjölda skóladrengja og beitt stúlkur andlegu ofbeldi. Þorsteinn Joð rekur þessa sláandi sögu og ræðir við þolendur og vitni í útvarpsþáttunum Skeggi á Rás 1. Þorsteinn sagði Kastljósi frá þáttunum.

Frumsýnt

7. nóv. 2022

Aðgengilegt til

1. jan. 2025
Kastljós

Kastljós

Lifandi og fjölbreyttur þáttur um fréttir, menningu og dægurmál. Helstu fréttir dagsins eru krufðar og ljósi varpað á litríkt mannlíf um land allt. Umsjón: Baldvin Þór Bergsson, Bergsteinn Sigurðsson, Chanel Björk Sturludóttir, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Sigríður Dögg Auðunsdóttir. Í beinni útsendingu alla virka daga á eftir Fréttum og Veðri.

Þættir

,