Mannlegi þátturinn

Tónlist og heilabilun, upphrópunarmerkið og og póstkort

Magnea Tómasdóttir söngkona hefur um árabil helgað sig tónlistarstörfum með eldra fólki og fólki sem er með heilabilunarsjúkdóm. Hún kennir námskeiðið Tónlist og heilabilun og býður upp á tónlistarnámskeið í Seiglunni hjá Alzheimersamtökunum og heldur námskeið hjá Mími fyrir starfsfólk hjúkrunarheimila og aðstandendur heilabilaðra um það hvernig hægt er nota tónlist í umönnun fólks.

Anna Sigríður Þráinsdóttir, málfarsráðunautur Ríkisútvarpsins, kom til okkar í dag og við ræddum við hana um upphrópunarmerkið. á tímum samfélagsmiðla, þar sem fólk skrifar færslur um allt milli himins og jarðar, allt frá því auglýsa fjáröflun fyrir skólaferð barna sinna til alls þess sem helst brennur á þeim og stærstu hitamála samtímans. Það er mjög áhugavert skoða mismunandi notkun fólks á upphrópunarmerkinu. Sum nota það óspart, jafnvel mörg í einu, eftir nánast hverja einustu setningu, á meðan önnur nota það talsvert minna og jafnvel ekki. Anna ræddi við okkur um upphrópunarmerkið, merkingu þess, notkun og sögu í þættinum.

Við fengum póstkort frá Magnúsi R. Einarssyni í dag. Það hefur verið erfiður tími undanfarið í Eyjum, samgöngur strjálar, ÍBV fallið um deild og veiðibann á lundanum blasir við. Magnús segir frá þessu og æðruleysi eyjaskeggja gagnvart mótlætinu. Hann segir líka frá heimsóknum sínum til Liverpool til fara á slóðir Bítlanna. Fyrst 1978 og svo aftur 2015.

Tónlist í þættinum í dag:

Herra Reykjavík / Stuðmenn (Sigurður Bjóla Garðarsson og Valgeir Guðjónsson)

Violently Happy / Björk (Björk Guðmundsdóttir & N. Hooper)

Þú komst við hjartað í mér / Hjaltalín (Páll Óskar Hjálmtýsson og Toggi)

Alelda / Nýdönsk (Daníel Ágúst Haraldsson og Jón Ólafsson)

UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON

Frumflutt

8. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Mannlegi þátturinn

Mannlegi þátturinn

Um litróf mannlífsins. Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi. Alla virka daga milli kl. 11-12 á Rás 1.

netfang: [email protected]

Umsjón: Guðrún Gunnarsdóttir og Gunnar Hansson.

Þættir

,