Verðmætasta bókasafn landsins hefur átt heimili víða í borginni - nú hyllir undir nýtt heimili, því Hús Íslenskunnar er risið við Suðurgötu og verður opnað í vor ef allt gengur eftir. Við fengum að kíkja í heimsókn með arkitektinum Ögmundi Skarphéðinssyni hjá Hornsteinum. Nýlokið er samkeppni um endurbyggingu Borgarbókasafnsins í Grófinni, við heimsækjum safnið og ræðum við Hildi Gunnlaugsdóttur arkitekt hjá JVST og Huldu Aðalsteinsdóttur innanhúsarkitekt.
Athyglisvert að heimsækja Hús Íslenskunnar - byggingin er sporyskjulaga og því engin horn víða í húsinu. Vel er vandað til verka og skemmtilegir inni og útigarðar á hæðunum. Alls staðar gluggar bæði inni og úti.
Hægt er að skoða verðlaunatillögu endurbyggingar Borgarbókasafnsins í Grófinni, og þar eru einnig hinar fjórar til sýnis til loka desember. Farið er yfir vinningstillögnuna með tveimur úr teyminu.