Flakk

05092020 - Flakk - Flakk um nýtt deiliskipulag á hluta Granda

Nýlega var kynnt nýtt deiliskipulag einnar lóðar á Granda, Teiknistofan Ask um það og rætt er við Pál Gunnlaugsson arkitekt. Í stúdíói sitja svo Sigurborg Ósk Haraldsdóttir formaður umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar og Guðbarndur Benediktsson fortöðumaður Borgarsögusafns. Grandinn á sér langa sögu, búseta var það fyrir margt löngu síðan, en sagan er aðallega atvinnusaga. Grandinn er mikið til byggður á uppfyllingu, og stefna borgarinnar er byggja ekki íbúðarhúsnæði á Granda, því eru byggingar á þessum nýksipulagða reit atvinnuhúsnæði. Margt togar fólk út á Granda, svo sem Þúfa Ólafar Nordal, Sjóminjasafnið og Marshallhúsið með sínum galleríum, auk þess hafa margar sérverslanir fundið sér pláss á Granda auk fjölda veitingastaða. Áður en atvinnustarfsemin tók yfir á Granda var þar vinsælt útivistarsvæði bæjarbúa, síðan settist herinn þar á stríðsárunum og skildu eftir sig mikið drasl og óreiðu.

Frumflutt

5. sept. 2020

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Flakk

Flakk

Lísa Pálsdóttir flakkar um borg og bý.

Þættir

,