Flakk

Flakk - Flakk um Miðstræti, Bókhlöðustíg og Laufásveg - síðari þáttur

Gengið spöl um Miðstræti, síðan Bókhlöðustíg niður úr og inná Laufásveg Miðbæjarskóla. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur segir frá bygginga- og íbúasögu, en frá mörgu er segja í þessum eldri borgarhluta. Stöðlakot er steinbær frá því á 19 öld, Einar Ben, Jón Árnason, Þosteinn Ö, Stephensen, Anna Borg, Jón Leifs, allt þetta fólk og fleiri koma við sögu. Farið í heimsókn til Vilborgar Dagbjartsdóttur skáldkonu Bókhlöðustíg 6 og rætt um lífið, skáldskapinn og fl. Farið í heimsókn til Vilhjálms Hjálmarssonar arkitekts og konu hans Borghildar Óskarsdóttur myndlistarkonu en þau búa við Laufásveg 3. Húsið var í slæmu standi í upphafi og þurfti margt gera árið 1980, vesen með hundinn, því hundahald var bannað í borginni í þá daga. er allt fínt og falleg sýning Borghildar á vegg framan við húsið sýnir íbúa fyrri tíma í húsinu.

Frumflutt

2. júní 2018

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Flakk

Flakk

Lísa Pálsdóttir flakkar um borg og bý.

Þættir

,