ok

Flakk

19112020 - Flakk - Flakk um Græna planið - seinni þáttur Uppbygging

Getum við séð fyrir okkur framtíðina í skipulagsmálum, í ljósi sögunnar þá er svarið nei. Ef við hugsum hundrað ár aftur í tímann, þá sáu menn engan vegin fyrir fólksfjölgun, bílaeign og fleira í þeim skipulagstillögum sem þá voru á borðinu, sem voru svo sem ekki margar. Síðar, eða um miðja síðustu öld var bíllinn í aðalhlutverki, en þá sáum við heldur ekki fyrir að gatnakerfið væri að niðurlotum komið eins og það lítur út í dag. Við höldum áfram að fjalla um viðauka aðalskipulags borgarinnar til ársins 2040. Við heilsum uppá landslagsarkitektinn Þráinn Hauksson hjá Landslagi, en hann hefur komið að skipulagsmálum borgarinnar í langan tíma, síðan í Hildi Björnsdóttur borgarfulltrúa minni hlutans í borginni og spyrjum hvað þau vilji sjá gerast í borginni og að lokum leitum við til Péturs Ármanssonar arkitekts og fræðimanns og spyrjum hvort yfirleitt sé hægt að skipuleggja langt inní framtíðina.

Frumflutt

19. nóv. 2020

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Flakk

Flakk

Lísa Pálsdóttir flakkar um borg og bý.

Þættir

,