Flakk - Flakkað um Miðstræti í Reykjavík - fyrri þáttur
Gengið frá horni Skálholtsstígs og Miðstrætis eftir Miðstræti. Miðstræti hefur að geyma eina heillegustu mynd glæsilegra timburhúsa frá upphafi síðustu aldar. Guðjón Friðriksson sagnfræðingur fylgir hlustendum í gengum sögu fólksins sem byggði og bjó.
Farið í heimsókn í Miðstræti 10 til Tómasar Jónssonar grafísks hönnuðar og Þórunnar Elísabetar Sveinsdóttur búninga- og leikmyndahöfundar, en þau keyptu hæð á áttunda áratugnum í húsinu sem þá var í mikilli niðurníðslu.
Farið í heimsókn til Miðstræti 3 a, sem er eina steinhúsið við götuna, til Guðna Kolbeinssonar þýðanda og Lilju Bergsteinsdóttur en þau keyptu sömuleiðis hæð í byrjun áttunda áratugarins og hafa unnið að uppgjöri smátt og smátt. Eignirnar báðar eru glæsilegar í dag.