Flakk

11052019 - Flakk - Flakk um Hafnartorg

Uppbyggingin í miðborg Reykjavíkur hefur vakið athygli flestra og flestir hafa ýmsar skoðanir á útliti og skipulagi, hvað er verið byggja, hvers konar íbúðir og hver á reka verslanir í öllum þeim verslunarrýmum sem bæstst hafa við. Fyrir 100 árum síðan gekk hér á land ungur arkitekt, fyrsti sem var með háskólapróf í arkitektúr. Guðjón Samúelsson setti svo sannarlega svip sinn á borgina með mörgum lykilbyggingum, svo sem Þjóðleikhúsinu, Hallgrímskirkju, Háskóla Íslands og fleirum. En hann var líka fyrsti sem hugaði skipulagi í borginni og uppbygging kvosarinnar með Reykjavíkurapóteki, Hótel Borg og fleiri byggingum varð afar umdeild og margt og mikið skrifað í blöð um Guðjón, með og á móti.

100 árum síðar er svipur borgarinnar breytast og einn þeirra arkitekta sem er hvað mest umdeildur um stundir er Pálmar Kristmundsson sem er höfundur Turnsins og Foss hótels í Borgartúni, en hann er einnig höfundur Hafnartorgs, mjög áberandi staður vestan Arnarhóls. er Hafnartorgið verða fullbyggt, með íbúðum, skrifstofurými og fjölda verslunarrýma. Pálmar hefur verið gagnrýndur fyrir þessa hönnun, byggningmagn og útlit, kannski ekki mikið skrifað í blöð en á samfélagsmiðlum spretta upp umræður hvað eftir annað. Við ætlum fjalla um Hafnartorg í þættinum í dag. Gestir eru Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi og fyrrverandi formaður umhverfisráðs, þegar ákveðið var byggja reitinn og Hildigunnur Sverrisdóttir arkitekt og fræðimaður. Hafnartorg er heimsótt í fylgd Pálmars Kristmundssonar arkitekts.

Frumflutt

11. maí 2019

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Flakk

Flakk

Lísa Pálsdóttir flakkar um borg og bý.

Þættir

,