ok

Flakk

Flakk - Mannlíf milli húsa - fjallað um arkitektinn Jan Gehl

Að þessu sinni er fjallað um bók Jan Gehls arkitekts Mannlíf milli húsi, sem kom út árið 1971, en er í fullu gildi í dag og hefur verið þýdd um allan heim. Bókin kom út á íslensku í nóvember á síðasta ári.

Farið er í Háaleitishverfið í fylgd Önnu Maríu Bogadóttur arkitekts og útgefanda bókarinnar og rætt um skipulag og byggingastíl modernismans, blokkahverfi og bílisma. Lítið hugsað um gæði útirýmis og tengslamyndunar milli manna.

Síðan er farið á Austurvöll þar sem auðvelt er að tengjast fólki, tala við ókunnuga og mynda ný tengst. En fræði Jan Gehls ganga helst út á það að skipuleggja borgir og útirými þannig að þetta veitist mannfólkinu auðveldara.

Í stúdíó 12 eru síðan þau Sigurborg Ósk Haraldsdóttir landlagsarkitekt og formaður umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar og Páll Jakop Líndal umhverfissálfrðingur og ræða fræði Jan Gehls.

Frumflutt

5. jan. 2019

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Flakk

Flakk

Lísa Pálsdóttir flakkar um borg og bý.

Þættir

,