Flakk

03122020 - Flakk - Flakk um Vogabyggð

Skektuvogur, Trillu­vog­ur, Ark­arvog­ur, Báta­vog­ur, Kugga­vog­ur og Dróm­und­ar­vog­ur, og svo torg­in: Skutul­s­torg, Vörpu­torg, Sökku­torg og Öng­ul­s­torg, „Þau eru öll tengd skip­um. Margir spyrja sig vafalaust hvar eru þessar götur og torg, í nýju hverfi í vogunum, sem hefur fengið nafnið Vogabyggð. Ég hef oft velt því fyrir mér hvers vegna borgin skipulagði þetta svæði sem atvinnusvæði á sínum tíma, því þetta er land sem tilvalið fyrir íbúabyggð. Með þéttingu byggðar var því ákveðið á sínum tíma endurskipuleggja hverfið og byggja íbúðir og jafnframt halda í einhver af þeim fyrirtækjum sem þarna eru, sem ganga vel upp með íbúðabyggð. Hverfið í heild af­markast af Klepps­mýr­ar­vegi, Sæ­braut og Súðar­vogi. Í þættinum er rætt við Elías Guðmundsson verktaka og eiganda Sérverks og Ólöfu Örvarsdóttur sviðstjóra Umhverfis- og Skipulagssviðs borgarinnar, farið er í nýja Vogabyggð í fylgd Sigríðar Magnúsdóttur arkitekts, sem er deiliskipulagshöfundur hverfisins og byrjað við nýreista byggingu, sem arkitektar Teiknistofunnar Traðar hönnuðu en Sigríður er einmitt einn af arkitektunum.

Frumflutt

3. des. 2020

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Flakk

Flakk

Lísa Pálsdóttir flakkar um borg og bý.

Þættir

,