Flakk

14032020- Flakk - FLakk um Orkureitinn við Suðurlandsbraut

Rætt hefur verið um þéttingu byggðar margoft á Flakkinu, og rýnt í hugmyndafræðina á bakvið þéttingu byggðar. Tilvalið er taka reiti sem eru úr sér gengnir, svæði þar sem var ákveðin atvinnustarfsemi hefur verið en er hætt eða lokið. Orkureiturinn við Suðurlandsbraut, þar sem Rafmagnsveita Reykjavíkur var áður til húsa er einn af þeim reitum sem er verið deiliskipuleggja. Í húsinu sem er gríðarstórt er Læknastöðin Orkuhúsið, en hluti af starfseminni er þegar fluttur burt, þó er þar enn einhver starfsemi. Deiliskipulagið er í höndum Alark arkitekta og Kristján Ásgeirsson arkitekt er þar í forsvari, rætt er við hann í þættinum. Mættir eru til leiks í stúdíó, þeir Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi og nefndarmaður í umhverfis- og skipulagsráði borgarinnar og Friðjón Sigurðsson framkvæmdastjóri þróunar frá Fjárfestingafélaginu Reitum, en félagið er handhafi lóðarinnar.

Frumflutt

14. mars 2020

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Flakk

Flakk

Lísa Pálsdóttir flakkar um borg og bý.

Þættir

,