29022020 - Flakk - Fjallað um Kristínu Guðmundsdóttur híbýlafræðing
Í bók Halldóru Arnardóttur listfræðing segir um Kristínu, "hún kom heim með ameríska eldhúsið". Kristín Guðmundsdóttir fór tvítug til náms í Chicago, hana dreymdi um að verða arkitekt, en það fag þótti ekki hæfa ungri konu í þá daga, en hún lagði upp frá Reykjavík árið 1943 með Brúarfossi í 70 skipa lest. Þetta er semsagt í miðju stríði. Kristín var við nám í 4 ár, og er hún fyrsti háskólamenntaði innanhúsarkitekt okkar Íslendinga. Eldhúsin urðu fljótt hennar allt og allt, en hún hannaði fjölda eldhúsa, m.a. með manni sínum Skarphéðni Jóhannssyni arkitekt. En hann var einn af okkar þekktu arkitektum á sínum tíma. Það var ekki auðvelt fyrir Kristínu að skapa sér feril, því flestir voru á þeirri skoðun að húsmóðir ætti að geta hannað sitt eldhús sjálf, kom því Kristín oft bakdyramegin eftir hádegi, egar eiginmaðurinn var í vinnu, til að mæla upp,
Rætt við Halldóru Arnardóttur listfræðing, og farið í heimsókn í Selvogsgrunn 27, í hús sem Erlendur Einarsson forstjóri SÍS fékk Skarphéðinn til að hanna, en Kristín sá um eldhús og fleira í húsinu. Rætt við Vigdísi Jónsdóttur húsfreyju og skjalavörð Alþingis. Farið í heimsókn í Skildinganes 32 í annað hús sem Skarphéðinn hannaði og Kristín eldhúsið og rætt við Rúnu Alexandersdóttur húsfreyju og hjúkrunarfræðing.