ok

Flakk

Flakk - Fjallað um anda Reykjavíkur - fyrri þáttur

Fjallað um bókina Andi Reykjavíkur eftir Hjörleif Stefánsson arkitekt. Bókin kom út ári 2008 en nú rísa nýbyggingar í miðborginni hver á fætur annari. Tekst vel til eða erum við að drepa anda borgarinnar með háhýsum og byggingamagni.

Gengið frá Víkurkirkjugarði við Aðalstræti að Vesturgötu og niður Norðurstíg. Rætt um eldri og yngri hús, skipulag, samfélagsábyrgð, græðgi og fleira.

Farið í heimsókn til Höllu Daggar Önnudóttur myndlistarkonu og kennara en hú býr ásamt eiginmanni og 5 börnum að Norðurstíg 5, sem er á baklóð við stíginn. Nýlega var byggt nýtt hótel við götuna auk þess sem nokkur hús hafa verið gerð upp, svo sem Fiskhöllin og Exeterhúsið.

Frumflutt

10. nóv. 2018

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Flakk

Flakk

Lísa Pálsdóttir flakkar um borg og bý.

Þættir

,