Flakk

Flakk - Flakk um framtíðararkitektúr

Í tilefni af 100 ára fullveldi Íslands, lítum við til framtíðar í byggingalist.

Hvaða byggingarefni notum við í frímtíðinni, köngulóarvef, vikur, bamus eða nær gegnsætt timbur, eða kannski músteina gerða úr sígarettustubbum.

Farið í heimsókn á arkitektastofuna Tvíhorf og rætt við Kötlu Maríudóttur og Gunnar Sigurðsson sem eru ungir arkitektar, og sjá fyrir sér endurnýtanleg hús og deilhagkerfi verði meira ráðandi. Einnig rætt við Birki Ingibjartsson sem nýlega hóf störf á Plús arkitektum, en hann segir afar óvistvænt steypa upp hús á staðnum, í stað þess steypa kubba og raða þeim saman, sem tekur líka skemmri tíma.

Farið í heimsókn í Listaháskólann og rætt við tvo nema, þau Haukur Hafliði Nínuson og Júlía Brekkan nema á lokaári í arkitektúr hjá LHÍ. Sipulag og snjallborgin Reykjavík eru ofarlega í huga þeirra.

Frumflutt

1. des. 2018

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Flakk

Flakk

Lísa Pálsdóttir flakkar um borg og bý.

Þættir

,