Flakk

Flakkað um Leiklistarskóla SÁL - fyrsti þáttur

Fjallað um Leiklistarskóla SÁL (Samtök áhugafólks um leiklistarnám). Blásið var til fundar í Norræna húsinu í júlí 1972, um haustið hófst kennsla við kvöldskóla Fríkirkjuvegi 11. Ráðnir voru kennarar og nemendur greiddu skólagjöld. Næsta vetur byrjaði svo heilsdagskskóli og nýir nemendur voru teknir inn í kvöldskóla. Skólinn var rekinn í 3 ár. Rætt er við Kára Halldór Þórsson leiklistarkennara, Þórhildi Þorleifsdóttur leikstjóra og Gísla Rúnar Jónsson leikstjóra, leikara og höfund um fyrstu ár SÁL.

Umsjón: Lísa Pálsdóttir.

Frumflutt

4. feb. 2017

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Flakk

Flakk

Lísa Pálsdóttir flakkar um borg og bý.

Þættir

,