Í Austur-Meðalholtum hefur Íslenski bærinn verið byggður upp auk sýningarskála og kaffihússins Vöðlakoti. Allt hefur þetta verið gert eftir kúnstarinnar reglum og engin svikin af heimsókn þangað.
Sýningarskáli með fræðandi upplýsingum
Í sýningarskálanum, sem er nýtt hús við bæjarhólinn, er að finna ýmsar sögulegar heimildir um byggingu torfbæja á Íslandi auk fjölda mynda. Meðal annars eru teikningar af baðstofum, sem nánast allar eru nákvæmlega eins byggðar um allt land, eins konar Ikea pakki segir Kristín Magnúsdóttir lífefnafræðingur, en hún og Hannes Lárusson myndlistarmaður hafa byggt upp bæinn og annað á staðnum á síðustu 30 árum. Í gamla bænum er allt eins og það var þegar bærinn var byggður á sínum tíma, en talið er að búið hafi verið í Austur-Meðalholt allt frá landnámi.
Syngjandi kokkur í Vöðlakoti
Eyjólfur Eyjólfsson söngvari rak kaffihúsið í sumar, og telur líklegt að hann taki það að sér aftur næsta sumar. Lummur og hnallþóran Hekla hafa verið einkenni kaffihússins, en allir munir í húsinu koma úr safni Aðalbjargar Egilsdóttur frá Galtarlæk, en húsið sjálft er frá Gaulverjabæ.