Flakk

Flakk - Fjallað um Guðjón Samúelsson arkitekt

3. febrúar 1919 útskrifaðist Guðjón Samúelsson arkitekt frá Akademíunni í Kaupmannahöfn. Hann var fyrstur Íslendinga ljúka háskólaprófi í arkitektúr eftir aldamótin þarsíðustu. Hann gerði hlé á námi sínu í fyrri heimstyrjöldinni, kom heim eftir brunann mikla 1915. Hann teiknar nokkur hús í Hafnarstræti og Austurstræti, hús sem mikið hefur verið breytt, en vöktu athygli á sínum tíma. Hann fer aftur utan og lýkur námi og kemur heim til Íslands árið 1919 og teiknar þá Eimskipafélagshúsið. Árið 1920 tekur hann við embætti Húsameistara ríkisins og starfaði sem slíkur til dauðadags 1950, stuttu eftir vígslu Þjóðleikhússins, en var ekki viðstaddur vegna veikinda, hann lést nokkrum dögum eftir vígsluna. Segja Guðjón hafi breytt Reykjavík, enda miðborgin rústir einar og hafði hann því hreint borð ef svo segja. Reykjavíkurapótek rís, Hótel borg Landsímahúsið og endurbygging Landsbankans, byggingar sem setja mikinn svip á miðbæinn. Lykilbyggingar eins og Þjóðleikhúsið, Háskóli Íslands, Landspítalinn, Sundhöllinn og Hallgrímskirkja eru öll verk Guðjóns Samúelssonar. Pétur Ármannsson arkitekt skrifar bók um þennan sögufræga arkitekt Íslands sem kemur út á næsta ári, og segir hann frá verkum hans í þættinum.

Guðjón var mjög umdeildur á sinni tíð, og oft voru skrifaðar rætnar greinar um verk hans í íslenskum dagblöðum.

Frumflutt

9. feb. 2019

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Flakk

Flakk

Lísa Pálsdóttir flakkar um borg og bý.

Þættir

,