ok

Flakk

12092020 - Flakk - Flakk um nýtt Hverfaskipulag Breiðholts - neðra Bre

Skipulagsyfirvöld hafa undanfarin ár verið að endurskoða eldra skipulag í nokkrum hverfum Reykjavíkur. Í Árbænum er þessu lokið og nú er verið að vinna við Breiðholtið. Íbúar hafa verið með í ráðum, með samtölum, fundum, gönguferðum og hugmyndasöfnun. Tilgangurinn er skoða hvort ástæða sé til að breyta áherslum í ýmsum málum svo sem reglugerðum um atvinnustarfsemi, en stefnt er að því að ýmis konar smáiðnaður geti verið stundaður á heimili, stækkun og breyting húsnæðis til dæmis að setja lyftur í blokkir - þá með því að byggja ofan á eina hæð og koma fyrir lyftu, tilgangurinn er að gera fjölbýlishúsin sjálfbærari og auka möguleika eldri íbúa að búa lengur heima, einnig er komið inná ýmis konar félagsstarf í hverfunum. Við setjum okkur í Neðra Breiðholt í dag, göngum um Stekki og Bakka í fylgd Ævars Harðarssonar arkitekts og deildarstjóra hverfaskipulags Reykjavíkur. Gestir í Stúdíói eru Óskar Dýrmundur Ólafsson Hverfisstjóri Breiðholts og framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Breiðholts og Sara Björg Sigurðardóttir varaborgarfulltrúi og formaður Íbúaráðs Breiðholts

Frumflutt

12. sept. 2020

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Flakk

Flakk

Lísa Pálsdóttir flakkar um borg og bý.

Þættir

,