ok

Flakk

07012021 - Flakk - Flakk um þrjár nýjar lykilbyggingar í Reykjavík

Hugað er að nýjum lykilbyggingum í þættinum í dag. En hvað eru lykilbyggingar og hvernig er hægt að skilgreina þær? Að mínu viti eru þetta gjarnan byggingar sem gegna áríðandi hlutverki í samfélagi okkar, svo sem Alþingi, Ráðhúsið og Stjórnarráðið o.fl.. En einnig geta þær verið kennileiti í umhverfi sínu, svo sem Perlan og Fríkirkjuvegur 11 og mörg fleiri hús. Nú er ríkið að byggja tvær og sú þriðja er í deiliskipulagi, sem er nýtt Stjórnarráð. Í dag verður fjallað um Hús Íslenskunnar vestur í bæ við Arngrímsgötu, skrifstofur Alþingis á horni Vonarstrætis og Tjarnargötu, og svo er það Landsbakinn sem er að byggja heljarinnar hús við Kalkofnsveg. Heilsað er uppá hönnuði þessara bygginga, spurt um hugmyndir og efnisval, en allar þessar byggingar eiga það sameiginlegt að hafa unnið semkeppni, en þó á mismunandi forsendum.

Rætt er við Ögmund Skarphéðinsson arkitekt hjá Hornsteinum, Margréti Harðardóttur arkitekt hjá Studio Granda og Helga Hallgrímsson hjá Arkþing Nordica.

Frumflutt

7. jan. 2021

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Flakk

Flakk

Lísa Pálsdóttir flakkar um borg og bý.

Þættir

,