Farið í Keilufell í Breiðholti en þar voru byggð nokkur viðlagasjóðshús á mettíma árið 1973 - 74. Í dag eru fáir frumbyggjar eftir í húsunum en hverfið orðið gróið og vinalegt. Farið í heimsóknir til þriggja íbúa í hverfinu, rætt um búsetu, gos og mögleika á slíkum húsum í dag, húsin í Keilufelli eru sænsk, innflutt einingahús.
Rætt við Ernst Kettler og Ágústu Óskarsdóttur en þau hafa búið í Keilufelli frá 1974 og líkað vel. Þau lýsa stemmingu í upphafi og segja frá hvernig hverfið hefur breyst og fl.
Rætt við Pétur Eggertz leikara og leiðsögumann en hann og Alda konan hans keyptu viðlagasjóðshús um síðustu aldamót.
Rætt við Dagnýju Bjarnadóttur landslagsarkitekt sem býr í Keilufelli, rætt um möguleika á að byggja slík hús í dag til að leysa húsnæðisvandann, nálægð við náttúruna og f