Flakk

Flakk - Flakk um Kvosarskipulagið frá 1986

Unga fólkið sem er koma undir sig fótunum í dag, finna starfsferilinn, eignast heimili og eiga börn muna ekki eftir Ráðhúslausri Reykjavík, ekki var hægt ganga í kringum Tjörnina, muna ekki Hallærisplanið, Fjalarköttinn og Grjótaþorp í niðurníðslu. Þau muna ekki bílastæði og akstur í kring um Austurvöll. Með deiliskipulaginu árið 1986, breyttist margt í Kvosinni í Reykjavík og í dag finnst fólki þetta alltaf hafa verið svona. Guðni Pálsson og Dagný Helgadóttir arkitektar unnu þetta skipulag á sínum tíma. Í ljósi breytinga í borginni í dag ætlum við rýna aðeins í þetta skipulag og skoða hverju var breytt í gamla bænum og hverju var hent úr þessu skipulagi, því eins og alltaf gengur ekki allt upp. Hér í stúdíó sitja Hilmar Þór Björnsson og Páll Hjaltason arkitektar en við skulum byrja með Pétri Ármannssyni arkitekt í Krikjuhvoli í Reykjavík.

Gengið með Pétri Ármannssyni frá Dómkirkjunni inní Skólabrú, yfir Austurvöll Ingólfstorgi og Austurstræti og rætt um hvað breyttist í Kvosinni við þetta nýja skipulag. Rætt áfram við þá Hilmar Þór Björnsson og Pál Hjaltson arkiteka um Kvosarskipulagið og framtíð Kvosarinnar.

Frumflutt

2. mars 2019

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Flakk

Flakk

Lísa Pálsdóttir flakkar um borg og bý.

Þættir

,