Flakk

26102019 - Flakk - Flakk um Oddeyri á Akureyri

Fram yfir 1870 var lítill grundvöllur til byggðar á Oddeyri. Þar var enga vinnu hafa og langt sækja í kaupstaðinn (gömlu Akureyrina) enda kom vegur milli bæjarhlutanna ekki fyrr en um 1892 og stundum ófært þangað sökum illviðra og snjóa. Það var ekki fyrr en íslenskt verslunarfélag, Gránufélagið, tók hreiðra um sig á eyrinni alvöru uppbygging Oddeyrar sem eins af hverfum Akureyrarkaupstaðar hófst. Ekkert skipulag var til yfir Akureyri fyrr en árið 1927 en þá var fyrsta aðalskipulag bæjarins samþykkt og staðfest en aðalhöfundar þess voru Guðjón Samúelson akritekt og húsameistari og Guðmundur Hannesson læknir.

Nýtt aðalskipulag var samþykkt fyrir Akureyri í fyrra, þarf mögulega breyta því ef hafist verður handa við uppbyggingu á Oddeyri með 4 byggingum, frá 8 uppí 11 hæðir. Verkefnið er afar umdeilt, haldin var borgarafundur á Akureyri þar sem það var kynnt og sitt sýndist hverjum. Orri Árnason arkitekt hjá Zeppelin arkitektum kynnti verkefnið en auk þess er rætt við Orra Kristjánsson varaformann skipulagsráðs Akureyrar og Jón Hjaltason sagnfræðing.

Frumflutt

26. okt. 2019

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Flakk

Flakk

Lísa Pálsdóttir flakkar um borg og bý.

Þættir

,