16052020 - Flakk um nýtt deiliskipulag í Hamraborg í Kópavogi
Hvernig verða miðbæir til?Í vangaveltum Pálmars Kristmundssonar arkitekts, sem er höfundur væntanlegarar deilskipulagsgerðar fyrir Hamraborg í Kópavogi segir:
Hinn sögulegi miðbær borga einkennist oftast af almenningsrými, garði og/eða tjörn og oftast eru kirkjan og ráðhúsið ekki fjarri - einnig kringum afgerandi athafnasvæði; höfn eða vegamót. Nýir miðbæir lúta að mestu sömu lögmálum í dag.
Þetta er allt til staðar í Hamraborg, utan höfnin, en það dylst engum að Hamraborg virkar ekki sem miðbær. Við ræðum tilurð miðbæja betur í þættinum. Fjallað er um Hamraborg í þættinum, rætt við Pálmar Kristmundsson arkitekt og gestir í stúdíó anddyri eru Helga Hauksdóttir fomaður skipulagsráðs Kópavogs og Aðalheiður Kristjánsdóttir landslagsarkitekt.